Hæ ég heiti Freydís
Ég heiti Freydís Erna og er ungur frumkvöðull sem vill stofna mitt eigið fyrirtæki og bjóða upp á þjónustu og vörur. Ég bý til skartgripi sem eru til sölu á síðunni ásamt því að bjóða upp á barna og hundapössun. Á síðunni eru líka sögur og leikir.
Mig langar til að kaupa mér hluti sjálf fyrir mína peninga svo ég bað pabba um að hjálpa mér að setja upp vefsíðu.
Ég ætla líka að gefa í góð málefni svo þegar þú kaupir af mér vöru eða þjónustu gef ég 20% til góðra málefna.
Vonandi finnurðu eitthvað við þitt hæfi hér á síðunni.
Ef þú vilt senda mér póst er netfangið freydis(hja)freydis.is
Góða skemmtun á síðunni minni!